Meistari Björn Þorfinnsson er núverandi skákmeistari Reykjavíkur.
Meistari Björn Þorfinnsson er núverandi skákmeistari Reykjavíkur. — Morgunblaðið/Ómar
Á morgun, sunnudaginn 8. janúar, hefst Kornax-mótið 2012 - Skákþing Reykjavíkur. Þetta skákmót verður nú haldið í 81. sinn og er það nú öðru sinni haldið í samstarfi við Kornax ehf. hveitimyllu. Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Björn Þorfinnsson.

Á morgun, sunnudaginn 8. janúar, hefst Kornax-mótið 2012 - Skákþing Reykjavíkur. Þetta skákmót verður nú haldið í 81. sinn og er það nú öðru sinni haldið í samstarfi við Kornax ehf. hveitimyllu.

Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Björn Þorfinnsson.

Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun, sunnudaginn 8. janúar, kl. 14 og það stefnir í fjölmennt mót og margir af sterkustu skákmönnum landsins eru þegar skráðir, segir í tilkynningu.

Tefldar verða níu umferðir og fara umferðirnar fram á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Skráning fer fram á heimasíðu T.R., www.taflfelag.is eða á taflfelag@taflfelag.is.

Skráningu lýkur fimmtán mínútum fyrir auglýst upphaf móts, þ.e. kl. 13.45. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Áhorfendur velkomnir.