— Reuters
Stúlka í almenningsgarði í Henan-héraði í Kína virðir fyrir sér ljóskeraskreytingu sem gerð var í tilefni af kínverska nýárinu sem gengur í garð 23. janúar. Ár drekans tekur þá við af ári kanínunnar.
Stúlka í almenningsgarði í Henan-héraði í Kína virðir fyrir sér ljóskeraskreytingu sem gerð var í tilefni af kínverska nýárinu sem gengur í garð 23. janúar. Ár drekans tekur þá við af ári kanínunnar. Kínverska nýárshátíðin, eða vorhátíðin, er mikilvægasta fjölskylduhátíð Kínverja og hún stendur í tvær vikur. Hátíðarhöldunum lýkur með því að fólk flykkist út á göturnar til að skoða fjölskrúðug ljósker sem gerð eru í tilefni af hátíðinni. Áætlað er að um 200 milljónir íbúa Kína ferðist innanlands með lestum, bílum eða flugvélum í tengslum við nýárshátíðina í mestu árlegu mannflutningum heimsins.