Hrun Á níunda þúsund manns hafa misst vinnuna frá hruni. Mikill samdráttur hefur orðið í fjármálastarfsemi. Spron lagði upp laupana 2009 og þá gengu starfsmenn úr húsi hnípnir í bragði.
Hrun Á níunda þúsund manns hafa misst vinnuna frá hruni. Mikill samdráttur hefur orðið í fjármálastarfsemi. Spron lagði upp laupana 2009 og þá gengu starfsmenn úr húsi hnípnir í bragði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alls 8.357 manns hefur verið sagt upp með hópuppsögnum á síðustu fjórum árum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Vinnumálastofnun. Uppsagnahrinan hófst strax við hrunið haustið 2008 og er ekki afstaðin enn.

Alls 8.357 manns hefur verið sagt upp með hópuppsögnum á síðustu fjórum árum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Vinnumálastofnun. Uppsagnahrinan hófst strax við hrunið haustið 2008 og er ekki afstaðin enn. Þannig bárust í fyrra tilkynningar um uppsagnir alls 752 manns í 23 hópuppsögnum og nærri 250 af þeim fjölga störfuðu við mannvirkjagerð. Þá var sagt upp 102 sem störfuðu við upplýsingastarfsemi sagt upp og ámóta mörgum í fjármálaþjónustu.

Tæp 70% hópuppsagna í fyrra voru á höfuðborgarsvæðinu, um 9% á Vestfjörðum og 7% á Suðurnesjum, en færri í öðrum landshlutum.

Kúfurinn var 2009

Ríflega 500 þeirra uppsagna sem tilkynntar voru á árinu 2011 hafa komið til framkvæmda á því ári, en um 240 munu koma til framkvæmda á árinu 2012, þar af 85 nú í janúar

Stærstur hluti þeirra, sem misst hafa vinnuna í hópuppsögnum síðustu ár, varð að víkja af velli fyrstu mánuðina eftir hrunið það var frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo á næstu mánuðum þar á eftir. Kúfurinn var hins vegar mestur á árinu 2009 en þá misstu vinnuna í hópuppsögnum alls 4.246 manns.