Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar stjórnmálaforingi hefur lýst þrem sinnum eindrægnum stuðningi sínum við samherja sinn þá eru dagar hans yfirleitt taldir. Þetta segir frægt lögmál stjórnmálanna. En hver er þá staðan þegar engin stuðningsyfirlýsing fæst?

Þegar stjórnmálaforingi hefur lýst þrem sinnum eindrægnum stuðningi sínum við samherja sinn þá eru dagar hans yfirleitt taldir. Þetta segir frægt lögmál stjórnmálanna.

En hver er þá staðan þegar engin stuðningsyfirlýsing fæst? Evrópuvaktin veltir þessu upp:

Vefmiðillinn Eyjan.is hefur sterk tengsl við Samfylkinguna og stundum má lesa á milli lína á þeim stað hvernig vindar blása innan þess flokks.

Nú er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, til meðferðar hjá Orði götunnar á Eyjunni.

Þar er minnt á kröfu Hreyfingarinnar í viðræðum við ríkisstjórnina um að skipt verði um forseta Alþingis.

Svo segir: „Hvergi kom fram, að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu nokkuð á móti því að skipta um forseta þingsins.

Þetta eru kaldar kveðjur frá trúnaðarmönnum Össurar Skarphéðinssonar á Eyjunni en alvarlegri eru þó fréttir, sem berast innan úr Samfylkingunni þess efnis, að brestur hafi komið í vináttu forsætisráðherra og forseta Alþingis.

Flokkadrættir í Samfylkingunni eru að verða áhugavert púsluspil!“

Kannski fremur fjölskylduharmleikur í fjórum þáttum en púsluspil.