Námskeið hjá ABC skólanum hefst 12. janúar nk. kl. 9. Skólinn er ætlaður fólki, 18 ára og eldra, sem vill kynna sér og taka virkan þátt í hjálparstarfi.

Námskeið hjá ABC skólanum hefst 12. janúar nk. kl. 9. Skólinn er ætlaður fólki, 18 ára og eldra, sem vill kynna sér og taka virkan þátt í hjálparstarfi. Farið er yfir málefni er varða kjör og líðan bágstaddra í þróunarlöndum og á verklegum dögum kynnast nemendur hefðbundnum störfum ABC barnahjálpar. Margir kennarar og fyrirlesarar koma að skólanum sem sjálfboðaliðar.

Kennt er virka daga frá kl. 9-12. Skólagjöld eru 50.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir skólagjöld þeirra sem eru á skrá yfir atvinnulausa og hafa rétt til námssamnings.

Nánari upplýsingar og skráning er á http://www.abcskolinn.is.