Loðnuvinnsla var að hefjast hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað (SVN) í gær. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN, sagði í gærkvöldi að um 3.500 tonn af loðnu væru þá komin á land. Hann sagði að loðnan væri blönduð og einhver áta í henni.

Loðnuvinnsla var að hefjast hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað (SVN) í gær. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri SVN, sagði í gærkvöldi að um 3.500 tonn af loðnu væru þá komin á land. Hann sagði að loðnan væri blönduð og einhver áta í henni. Loðnan fór bæði í frystingu og í mjölvinnslu.

Í gærkvöldi voru átta loðnuskip á litlum bletti um 70 sjómílur austur af Langanesi. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var við loðnuleit nokkru norðar.