Flottur Boz Boorer er með þetta.
Flottur Boz Boorer er með þetta.
Boz Boorer, gítarleikari Morrisseys, mun halda tónleika hérlendis 14. janúar næstkomandi á Bar 11. Boorer hefur verið helsti samverkamaður Morrisseys undanfarin tuttugu ár.
Boz Boorer, gítarleikari Morrisseys, mun halda tónleika hérlendis 14. janúar næstkomandi á Bar 11. Boorer hefur verið helsti samverkamaður Morrisseys undanfarin tuttugu ár. Tónleikarnir verða haldnir í tengslum við að Smutty Smiff, sem hefur rekið sveitina The 59's hérlendis, er að setja saman nýja sveit sem kallast Smutty's 302. Mun sú hljómsveit taka nokkur lög á tónleikunum og svo spila undir með Boz Boorer. Smutty er rokkabillíið holdi klætt og hefur verið iðinn við að breiða út fagnaðarerindið hérlendis. Boorer kemur einnig úr þeim ranni en hann hóf feril sinn með rokkabillísveitinni The Polecats árið 1977.