Maðurinn Meistari Ian Anderson.
Maðurinn Meistari Ian Anderson. — Morgunblaðið/Eggert
Jethro Tull er væntanleg til Íslands á sumri komanda og flytur meistarastykki sitt, Thick as a Brick, í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu fimmtudagskvöldið 21. júní. Miðasala hefst í Hörpu og á midi.is 2. febrúar nk.
Jethro Tull er væntanleg til Íslands á sumri komanda og flytur meistarastykki sitt, Thick as a Brick, í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu fimmtudagskvöldið 21. júní. Miðasala hefst í Hörpu og á midi.is 2. febrúar nk. Jethro Tull eða Ian Anderson, leiðtogi sveitarinnar, hafa nokkrum sinnum áður komið fram á tónleikum á Íslandi. Thick as a Brick kom út 1972 og fagnar Jethro Tull 40 ára útgáfuafmæli plötunnar með tónleikaferð á þessu ári. Fyrstu tónleikarnir verða í Bretlandi í apríl og síðan liggur leiðin til fleiri Evrópuríkja og Bandaríkjanna með viðkomu í Reykjavík.