Baldur Ingólfsson, fv. menntaskólakennari, þýðandi og námsbókahöfundur, lést að morgni fimmtudagsins 5. janúar, á 92. aldursári. Hann var fæddur 6.

Baldur Ingólfsson, fv. menntaskólakennari, þýðandi og námsbókahöfundur, lést að morgni fimmtudagsins 5. janúar, á 92. aldursári. Hann var fæddur 6. maí 1920 að Víðirhóli á Hólsfjöllum í Norður-Þingeyjarsýslu, sonur Ingólfs bónda Kristjánssonar og Katrínar Maríu Magnúsdóttur. Baldur var einn fimmtán systkina.

Að loknu námi í húsgagnabólstrun frá Iðnskólanum á Akureyri og stúdentsprófi frá MA nam hann þýsk og norræn fræði, frönsku, ítölsku og listasögu við háskólana í Zürich og Genf í Sviss og í Kiel í Þýskalandi.

Baldur var kennari í þýsku við MR frá 1956-87, auk þess að kenna þýsku, frönsku og ítölsku á námskeiðum, þýsku í Sjónvarpinu og skjalaþýðingar við HÍ. Samhliða starfaði hann hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-61, m.a. sem fararstjóri. Þá stundaði hann um áratugaskeið skjalaþýðingar og dómtúlkun.

Baldur er höfundur kennslubókanna Þýska, Þýsk málfræði og Þýskir leskaflar og æfingar. Einnig þýddi hann skáldverk og smásögur eftir nokkra helstu höfunda þýskrar tungu á 20. öld.

Hann sinnti margvíslegum félagsmálum, sat m.a. í stjórn Félags löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda og var formaður Félags þýskukennara frá stofnun.

Baldur var sæmdur æðstu heiðursorðu þýska ríkisins, Bundesverdienstkreuz, fyrir áratuga störf í þágu samskipta Íslands og Þýskalands.

Hann kvæntist árið 1951 Eliseth Bahr frá Pommern í Þýskalandi, og eignuðust þau þrjá syni.