Greiningarfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn ungverska ríkisins í BB+ eða í svonefndan ruslflokk. Áður höfðu bæði Moody's og Standard & Poor's lækkað einkunn Ungverja í ruslflokk.

Greiningarfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn ungverska ríkisins í BB+ eða í svonefndan ruslflokk. Áður höfðu bæði Moody's og Standard & Poor's lækkað einkunn Ungverja í ruslflokk.

Fitch segir að horfur fyrir einkunn Ungverjalands séu neikvæðar vegna þess að áfram hafi dregið úr möguleikum ungverska ríkisins til að fjármagna rekstur sinn bæði innanlands og erlendis.