Viðbót Tíunda Nettó-verslunin verður opnuð í vor.
Viðbót Tíunda Nettó-verslunin verður opnuð í vor.
Verslunarkeðjan Nettó mun opna nýja verslun að Austurvegi 42 á Selfossi í vor. Verslunarrýmið er um 1.000 fermetrar. Verslunin á Selfossi verður tíunda Nettó-verslunin á landinu. Búðin á Selfossi verður byggð upp með sama hætti og aðrar Nettó-verslanir.

Verslunarkeðjan Nettó mun opna nýja verslun að Austurvegi 42 á Selfossi í vor. Verslunarrýmið er um 1.000 fermetrar. Verslunin á Selfossi verður tíunda Nettó-verslunin á landinu.

Búðin á Selfossi verður byggð upp með sama hætti og aðrar Nettó-verslanir. Í tilkynningu frá Nettó segir að lögð verði áhersla á lágt verð og mikið vöruval. Sett verður upp úðunarkerfi í grænmetistorgi sem viðheldur lengur ferskleika ávaxta og grænmetis. Þá verður sett upp „bakað á staðnum“-kerfi sem slegið hefur í gegn í Nettó-verslunum, segir í tilkynningu.

Haft er eftir Gunnari Egils, forstöðumanni rekstrarsviðs Nettó, í tilkynningunni að vinsældir Nettó fari vaxandi og hafi m.a. verið ákveðið að lengja afgreiðslutíma einstakra verslana vegna þess. Viðtökur við sólahringsopnuninni í Mjódd hafi verið góðar og sé nú verið að skoða hvort fleiri verslanir innan keðjunnar geti staðið undir slíkum opnunartíma.