Sjávarsýn Ellilífeyrisþegum sem eiga rétt á tekjutryggingu hefur fjölgað um rúm 10% í fyrra vegna minni tekna.
Sjávarsýn Ellilífeyrisþegum sem eiga rétt á tekjutryggingu hefur fjölgað um rúm 10% í fyrra vegna minni tekna. — Morgunblaðið/Ómar
Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna á sl. ári miðað við árið á undan, eða um 23%. Alls námu námu útgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða uppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga.

Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 milljarða króna á sl. ári miðað við árið á undan, eða um 23%. Alls námu námu útgjöldin um 67,2 milljörðum. Þetta er niðurstaða uppgjörs velferðarráðuneytisins um útgjöld almannatrygginga.

Skýringar á auknum útgjöldum eru þríþættar, segir í frétt frá ráðuneytinu. Í fyrsta lagi ákváðu stjórnvöld að hækka bætur lífeyrisþega í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sl. vor. Námu útgjöld vegna þess rúmum sex milljörðum króna. Í því fólst hækkun bóta um 8,1% og 50 þúsund kr. eingreiðsla til lífeyrisþega í júní, auk álags sem bættist á orlofs- og desemberuppbót lífeyrisþega. Auk þessa voru víxlverkanir bóta almannatrygginga og örorkubóta lífeyrissjóðanna afnumdar með lögum sem leiddi til útgjaldaauka í almannatryggingum.

Í öðru lagi skýrast aukin útgjöld almannatrygginga af því að fjármagnstekjur lífeyrisþega og tekjur þeirra úr lífeyrissjóðum hafa lækkað og þar með hefur réttur þeirra til bótagreiðslna aukist.

Í þriðja lagi fjölgaði ellilífeyrisþegum um 4,6% frá árinu 2010 til 2011. Meðalaldur þjóðarinnar hækkar og fleiri eiga nú rétt til almannatrygginga en áður vegna fyrrnefndrar tekjuskerðingar. Ellilífeyrisþegum sem eiga rétt á tekjutryggingu almannatrygginga fjölgaði á síðasta ári um rúm 10% vegna minni tekna.