Gleði Peysufatadagur er áragömul hefð í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Gleði Peysufatadagur er áragömul hefð í Kvennaskólanum í Reykjavík. — Morgunblaðið/Ernir
Nú á vorönn er hægt að sækja ýmis námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Meðal annars er hægt að læra að sauma þjóðbúning kvenna, barnabúning og skírnarkjóla. Á barnabúninganámskeiðinu er saumaður 19. eða 20. aldar upphlutur á telpu allt að 10 ára.

Nú á vorönn er hægt að sækja ýmis námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Meðal annars er hægt að læra að sauma þjóðbúning kvenna, barnabúning og skírnarkjóla.

Á barnabúninganámskeiðinu er saumaður 19. eða 20. aldar upphlutur á telpu allt að 10 ára. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka verður í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld, en allt efni er

fáanlegt í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins. Þá eru ýmist saumuð peysuföt eða upphlutur á þjóðbúninganámskeiðinu. Nánari upplýsingar má nálgast á heimilisidnadur.is.