Sigrún Klara Hannesdóttir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Næstkomandi miðvikudag verður haldið fræðslukvöld um síld í Víkinni. Íslenska vitafélagsið, félag um íslenska strandmenningu, stendur að fræðslukvöldini og hefur valið því yfirskriftina „Spegill fortíðar – silfur framtíðar“.

Næstkomandi miðvikudag verður haldið fræðslukvöld um síld í Víkinni. Íslenska vitafélagsið, félag um íslenska strandmenningu, stendur að fræðslukvöldini og hefur valið því yfirskriftina „Spegill fortíðar – silfur framtíðar“.

Á fræðslukvöldinu mun rithöfundurinn Steinar J. Lúðvíksson, fjalla um síldina og það hvaða þjóðfélagslega þýðingu síldveiðarnar höfðu á Íslandi frá því að þær hófust á seinni hlutu 19. aldar og fram yfir þann tíma sem hrunið mikla varð á árunum 1967-1968. Hann mun meðal annars ræða það hvaða áhrif síldveiðarnar höfðu á búsetu í landinu og hvernig þær urðu meðal annars til þess að slíta vistabandð. Einnig hyggst hann ræða hvernig síldveiðarnar gjörbreyttu viðskiptaumhverfi almennings þar sem farið var að greiða verkalaun í peningum, hvaða áhrif sveiflur í síldveiðunum höfðu á afkomu almennings, búferlaflutninga til og frá „síldarstöðunum“, hvaða áhrif síldveiðarnar og síldarvinnslan hafði á verkalýðsbaráttuna á Íslandi og þau áhrif sem síldveiðarnar höfðu á tæknikunnáttu Íslendinga.

Sigrún Klara Hannesdóttir mun síðan fjalla um hvaða áhrif síldarvinnslan á sjötta og sjöunda áratugi síðustu aldar hafði á síldarstelpurnar á Austfjörðum og segja frá þremur árum við söltun og tveimur árum í mjölverksmiðju á Seyðisfirði á árunum 1958-1962.

Fræðslukvöldið hefst kl. 20 í Víkinni – sjóminjasafni á Grandagarði.