[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gylfi Þór Sigurðsson vill feta í fótspor gamla samherja síns, Demba Ba , og skora fyrir Swansea en Gylfi gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu í dag þegar það mætir Barnsley í ensku bikarkeppnini í knattspyrnu.

G ylfi Þór Sigurðsson vill feta í fótspor gamla samherja síns, Demba Ba , og skora fyrir Swansea en Gylfi gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu í dag þegar það mætir Barnsley í ensku bikarkeppnini í knattspyrnu. Gylfi og Ba voru samherjar hjá þýska liðinu Hoffenheim. Ba var seldur til West Ham og þaðan til Newcastle og hefur Sengalinn skoraði grimmt frá því hann hóf að spila á Englandi. Hann skoraði 7 mörk í 12 leikjum með West Ham og hefur skorað 15 mörk í 19 leikjum með Newcastle. ,,Ég og Demba erum í góðu sambandi og honum líkar sérlega vel að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur staðið sig virkilega vel, skoraði mikið af mörkum og var frábær í leiknum á móti Newcastle. Það er gott að sjá hann fara frá Hoffenheim og standa sig svona vel og ég vil gjarnan gera það sama hann,“ sagði Gylfi í viðtali á vefnum Wales Online.

Miami Heat náði að knýja fram útisigur á Atlanta Hawks, 116:109, eftir þrjár framlengingar í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Chris Bosh tók leikinn í sínar hendur í fjarveru hinna öflugu félaga sinna, LeBron James og Dwyane Wade , sem léku ekki með Miami vegna meiðsla. Bosh skoraði 33 stig og tók 14 fráköst en staðan var 93:93 eftir venjulegan leiktíma, 99:99 eftir fyrstu framlengingu og 109:109 eftir aðra. Í þeirri þriðju náði Atlanta ekki að skora og sjö stig tryggðu Miami sigurinn. Joe Johnson skoraði 20 stig fyrir Atlanta.

LA Lakers tapaði í fjórða sinn í fyrstu átta leikjunum þegar liðið sótti Portland heim en heimamenn unnu hinsvegar sinn fimmta sigur í fyrstu sex leikjunum, 107:96. Gerald Wallace skoraði 31 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge 28 en Kobe Bryant gerði 30 stig fyrir Lakers.

Fyrsti þjálfarinn hefur þegar fengið að taka pokann sinn í NBA-deildinni í körfuknattleik þó aðeins 13 dagar séu síðan keppnistímabilið hófst. Sacramento Kings rak í fyrradag þjálfarann Paul Westphal eftir að hafa tapað fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Aðstoðarmaður hans, Keith Smart , var ráðinn í staðinn og hann náði að byrja á sigri því Sacramento lagði Milwaukee Bucks, 103:100, í fyrrinótt eftir að hafa verið 21 stigi undir í hálfleik.

C hris Smalling, Jonny Evans og Fabio da Silva hafa ekki náð sér af meiðslum og enginn þeirra verður með Manchester United í stórleiknum gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni á morgun. Fyrir utan þessa leikmenn eru Nemanja Vidic, Darren Fletcher og Tom Cleverley á meiðslalistanum. „Það meiddist enginn í leiknum á miðvikudaginn og því verður hópurinn eins sem við teflum fram á móti City,“ sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri á vikulegum fundi með fréttamönnum í gær. United hefur tapað tveimur leikjum í röð og mönnum er enn fersku minni 6:1-skellurinn sem lærisveinar Fergusons fengu á heimavelli gegn Manchester City fyrr á tímabilinu.