[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kári Árnason er á förum frá skoska knattspyrnuliðinu Aberdeen í sumar, að öllu óbreyttu, en í gær var skýrt frá því að hann hefði hafnað samningstilboði frá félaginu.

K ári Árnason er á förum frá skoska knattspyrnuliðinu Aberdeen í sumar, að öllu óbreyttu, en í gær var skýrt frá því að hann hefði hafnað samningstilboði frá félaginu. Talsmaður Aberdeen sagði við BBC að Kára hefði verið gert mjög gott tilboð en ljóst væri að hann teldi sig eiga möguleika á betri kjörum annars staðar. Kári hefur verið í lykilhlutverki hjá Aberdeen en hann kom til félagsins frá Plymouth síðasta sumar.

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður tók beinan þátt í sínum fyrsta stórmótsleik hjá A-landsliðinu þegar hann kom í mark Íslands á 44. mínútu leiksins við Frakka á EM í Spenshöllinni í Novi Sad í gær. Aron Rafn varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig en það var frá hinum þrautreynda Jérome Fernandez .

Ó lafur Bjarki Ragnarsson skoraði tvö mörk í röð hjá Thierry Omeyer , hinum sterka markverði Frakka, í leiknum í gær. Þegar Ólafur skoraði síðara markið gekk Omeyer út af leikvellinum, fékk sér vatn og hristi ótt og títt höfuðið við viðmælanda sinn, Daouda Karaboue varamarkvörð. Ólafur Bjarki var greinilega ekki inni í dæminu þegar þeir kortlögðu íslenska liðið.

Annan leikinn í röð var Rúnar Kárason útnefndur besti leikmaður íslenska landsliðsins í leiknum gegn Frökkum á EM í gær. Rúnar kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og spilaði megnið af seinni hálfleik. Hann skoraði fjögur mörk í leiknum og hefur stimplað sig með eftirminnilegum hætti inn í íslenska landsliðið. William Accambray var valinn bestur Frakka en íslensku strákarnir réðu lítið við hann. Stórskyttan unga skoraði 10 mörk í 11 skotum.

Serbinn Novak Djokovic , sem á titil að verja á opna ástralska mótinu í tennis, komst í undanúrslit mótsins í gær með því að vinna öruggan sigur á Spánverjanum David Ferrer í þremur settum, 6:4, 7:6 og 6:1. Djokovic mætir þar með Bretanum Andy Murray í undanúrslitum á morgun en í dag eigast við Svisslendingurinn Roger Federer og Spánverjinn Rafael Nadal í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Ekkert varð úr því að kylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR lékju lokahringinn á Gloria Old Course Classic-mótinu á þýsku EPD-mótaröðinni í Tyrklandi í gær en völlurinn var á floti þegar keppni átti að hefjast í gærmorgun. Mótshaldarar ákváðu að aflýsa lokahringnum og láta stöðuna frá öðrum hring standa þar sem ekkert lát var á rigningu.

Tveir leikmenn úr heimsmeistaraliði Norðmanna eru tilnefndir í kjöri á bestu handboltakonu heims fyrir árið 2011 af IHF. Það eru markvörðurinn Katrine Lund Haraldsen og línumaðurinn Heike Löke . Aðrar tilnefndar eru Alison Pineu (Frakklandi), Andrea Penezic (Króatíu) og Andrea Lekic (Serbíu). Sú sem fékk viðurkenninguna í fyrra var Cristina Neagu frá Rúmeníu.