Enn og aftur mátti José Mourinho, þjálfari Real Madrid, lúta í lægra haldi fyrir kollega sínum hjá Barcelona, Pep Guardiola. Erkifjendurnir mættust á Camp Nou í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Enn og aftur mátti José Mourinho, þjálfari Real Madrid, lúta í lægra haldi fyrir kollega sínum hjá Barcelona, Pep Guardiola. Erkifjendurnir mættust á Camp Nou í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Liðin skildu jöfn, 2:2, en Börsungar unnu samanlagt 4:3. Dani Alves og Pedro komu Börsungum í 2:0 í fyrri hálfleik en Ronaldo og Benzema jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik og hleyptu þar með spennu í leikinn. gummih@mbl.is