Fimmtudagur The Hangover er einn óvæntasti gamansmellur síðustu ára og þegar orðin klassík. Það er alltaf þess virði að kíkja á þennan hressandi gleðigjafa. Sýnd á Stöð 2...
Fimmtudagur
The Hangover er einn óvæntasti gamansmellur síðustu ára og þegar orðin klassík. Það er alltaf þess virði að kíkja á þennan hressandi gleðigjafa. Sýnd á Stöð 2 bíó.
Föstudagur
Definitely, Maybe er ekki heimildarmynd um Oasis heldur fín mynd með gæðaleikurunum Ryan Reynolds og Rachel Weisz. Sýnd á RÚV.
Föstudagur
Spurningabomban er hressandi og skemmtilegur spurningaþáttur sem Logi Bergmann stýrir af valinkunnri röggsemi. Sýndur á Stöð 2.
Sunnudagur
Toy Story 3 er ekki bara ein besta teiknimynd sem Pixar hefur gert heldur er hún í hópi bestu teiknimynda sögunnar. Snilldin er sýnd á Stöð 2 bíó.
Sunnudagur
RÚV sýnir í kvöld heimildarmyndina Í skugga hljóðnemans sem segir frá Jónasi Jónassyni, útvarpsmanni á Ríkisútvarpinu í ríflega 60 ár.