Nythæst Týra mjólkaði mest 2011.
Nythæst Týra mjólkaði mest 2011. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kýrnar í Hraunkoti í Landbroti voru með hæstu meðalnyt á síðasta ári, 8.340 kg, samkvæmt ársuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna sem birt var í gær. Er þetta mesta meðalnyt sem reiknast hefur og því Íslandsmet.

Kýrnar í Hraunkoti í Landbroti voru með hæstu meðalnyt á síðasta ári, 8.340 kg, samkvæmt ársuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna sem birt var í gær. Er þetta mesta meðalnyt sem reiknast hefur og því Íslandsmet.

Hjónin í Hraunkoti í Skaftárhreppi, Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir, eru með lítið blandað bú, aðeins 16,5 árskýr, sem er ekki helmingur af því sem algengast er meðal bestu búa. Kýrnar í Hraunkoti mjólka að meðaltali tæplega þrjú þúsund kílóum meira en meðalbúin.

Í öðru sætinu á síðasta ári var búið á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, 7.986 kg. Í þriðja sætinu var Kirkjulækur 2 í Fljótshlíð, með 7.811 kíló.

Nythæsta kýrin er í búi Ólafs og Sigurlaugar, Týra nr. 120. Hún skilaði 12.144 kg mjólkur á síðasta ári. helgi@mbl.is