Afkoma sænska fyrirtækisins Ericsson var mun verri á fjórða ársfjórðungi ársins 2011 heldur en spáð hafði verið og hrundu hlutabréf fyrirtækisins, sem framleiðir búnað fyrir farsíma, lækkað um 14% í kauphöllinni í Stokkhólmi í verði í gær.

Afkoma sænska fyrirtækisins Ericsson var mun verri á fjórða ársfjórðungi ársins 2011 heldur en spáð hafði verið og hrundu hlutabréf fyrirtækisins, sem framleiðir búnað fyrir farsíma, lækkað um 14% í kauphöllinni í Stokkhólmi í verði í gær.

Hagnaður Ericsson dróst saman um 73% á fjórða ársfjórðungi 2011 samanborið við sama tímabil á árinu 2010. Nam hagnaðurinn 1,15 milljörðum sænskra króna, 21 milljarði króna, samanborið við 4,32 milljarða sænskra króna á sama tímabili árið á undan.

Lars Soderfjell, sérfræðingur hjá Ålandsbanken, segir afkomuna mjög slæma og mun verri heldur en vænst hafði verið.

Fyrir árið í heild nam hagnaður Ericsson 12,2 milljörðum sænskra króna sem er 9,4% aukning milli ára. Salan jókst um 12% og nam 226,9 milljörðum sænskra króna.