26. janúar 1866 Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Íbúar voru þá 220. 26. janúar 1875 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík var tekið í notkun. Fyrsti fanginn var 22 ára. Hann hafði fengið sextán mánaða dóm fyrir þjófnað og tilraun til...
26. janúar 1866
Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Íbúar voru þá 220.
26. janúar 1875
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík var tekið í notkun. Fyrsti fanginn var 22 ára. Hann hafði fengið sextán mánaða dóm fyrir þjófnað og tilraun til innbrots.
26. janúar 1894
Hið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík. Stofnfundinn sóttu um tvö hundruð konur. Þetta hefur verið talin fyrsta íslenska kvenréttindahreyfingin.
26. janúar 1955
Tuttugu og níu mönnum var bjargað við erfiðar aðstæður af togaranum Agli rauða sem strandaði við Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp í aftaka fárviðri. Fimm menn fórust. Í sama veðri fórust tveir breskir togarar út af Vestfjörðum með fjörutíu mönnum.
26. janúar 2004
Hannes Smárason og fleiri keyptu stóran hlut í Flugleiðum, sem síðar varð FL Group og loks Stoðir.
26. janúar 2009
Tilkynnt var að slitnað hefði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í febrúar og alþingiskosningar voru í apríl.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.