Á stofnfjárhafafundi Sparisjóðs Svarfdæla í fyrrakvöld var samþykkt að rekstur Sparisjóðs Svarfdæla yrði seldur Landsbankanum.
Fulltrúar rúmlega 99% stofnfjár samþykktu tilboð Landsbankans í rekstur og eignir sparisjóðsins. Það var samþykkt af stjórn sjóðsins skömmu fyrir síðastliðin áramót með fyrirvara um endanlegt samþykki á stofnfjárhafafundi.
Samkvæmt tilboðinu yfirtekur
Landsbankinn yfirtekur skuldbindingar vegna innlána og víkjandi lána, sem samtals nema um 3.200 milljónum króna og greiðir að auki 165 milljónir. Enn fremur yfirtekur Landsbankinn allar rekstrarlegar skuldbindingar sparisjóðsins.
Endanleg sala er enn háð samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og Eftirlitsstofnunar EFTA en að fengnu samþykki þessara aðila, mun Landsbankinn yfirtaka rekstur Sparisjóðs Svarfdæla.