Verið er að leita eftir landsleikjum, einum eða tveimur, til þess að spila áður en forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla fer fram um páskahelgina í apríl.

Verið er að leita eftir landsleikjum, einum eða tveimur, til þess að spila áður en forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla fer fram um páskahelgina í apríl.

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði í gær að ekki væri ljóst við hverja yrði spilað en verkefna væri leitað. Þá skipti það einnig máli varðandi undirbúning landsliðsins hvort Þjóðverjar kæmust í forkeppni Ólympíuleikanna eða ekki. Tækju þeir þátt í henni myndu þeir gera hlé á keppni í þýsku 1. deildinni þannig að rýmri tími gæfist til undirbúnings fyrir landslið þeirra.

Verði Þjóðverjar ekki með reiknar Guðmundur ekki með að landsliðshópurinn komi saman fyrr en á mánudegi fyrir páska og þá er skammur tími fram að fyrsta leik.

„Þá getur verið spurning hvort menn eiga að spila eða æfa á þeim skamma tíma sem gefst,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson.

iben@mbl.is