Hagnaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing jókst um 21% á síðasta ári og nam 4,018 milljörðum Bandaríkjadala, tæpum 500 milljörðum króna. Árið 2010 nam hagnaðurinn hins vegar 3,307 milljörðum dala.
Hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi nam 1,4 milljörðum dala, sem er 20% aukning frá sama tímabili 2010. Er aukningin rakin til mikillar aukningar í sölu á flugvélum en alls voru afhentar 128 flugvélar á fjórðungnum. Tekjurnar voru 19,6 milljarðar dala. Allt árið voru tekjurnar 68,7 milljarðar dala sem er 7% aukning á milli ára. Boeing afhenti 477 flugvélar á síðasta ári.