Sannlegar fríður er hann og mun væntanlega vekja eftirtekt á vegum úti.
Sannlegar fríður er hann og mun væntanlega vekja eftirtekt á vegum úti.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bandaríski bílsmiðurinn Cadillac ætlar sér stóra hluti á heimsmarkaði fyrir bíla. Í því sambandi boðar hann sókn sem hafin verður með því að smíða bíl til höfuðs BMW 3-seríunni. Hin nýja bandaríska von hefur fengið tegundarheitið ATS.

Bandaríski bílsmiðurinn Cadillac ætlar sér stóra hluti á heimsmarkaði fyrir bíla. Í því sambandi boðar hann sókn sem hafin verður með því að smíða bíl til höfuðs BMW 3-seríunni. Hin nýja bandaríska von hefur fengið tegundarheitið ATS.

Einkunnarorð Cadillac eru „hinn nýi mælikvarði á veröldina“. Það geta ekki talist orð að sönnu eins og er því bílsmiðurinn hefur einbeitt sér að heimahaganum og er svo enn. Hinn nýi ATS-bíll gæti þó breytt því þar sem hann er hannaður á svipuðum forsendum og evrópskir lúxusbílar.

Og það mun þurfa góðan bíl til að velgja bílum á borð við Audi A4, BMW 3-seríunni og Mercedes-Benz C-klassanum undir uggum. ATS er stallbakur og sker sig úr fyrir fágaða hönnun og með meiri íburð í innanrými en einkennt hefur bíla Cadillac. Verður hann búinn lúxus sem telst viðeigandi í bílaklassa af þessari gerð; bæði hvað varðar stjórnbúnað, öryggi og þægindi.

Undirvagninn mun bjóða upp á ýmsar stillingar og auk framdrifs verður hægt að fá bílinn fjórhjóladrifinn. Í fyrstu mun hann einungis fáanlegur með bensínvél í Evrópu en síðar með dísilvél. Í Bandaríkjunum mun hann bjóðast með 3,6 lítra og 322 hestafla V6-vél en öflugasta útgáfa bílsins í Evrópu verður með 2ja lítra forþjappaðri og 273 hestafla bensínvél.

agas@mbl.is