Reykjanesbraut var lokað á tólfta tímanum í gærkvöldi. Mikið annríki var hjá björgunarsveitum við að aðstoða ökumenn sem komust hvorki lönd né strönd. Sagði lögreglan á Suðurnesjum óvíst hvenær opnað yrði fyrir umferð á ný.
Reykjanesbraut var lokað á tólfta tímanum í gærkvöldi. Mikið annríki var hjá björgunarsveitum við að aðstoða ökumenn sem komust hvorki lönd né strönd. Sagði lögreglan á Suðurnesjum óvíst hvenær opnað yrði fyrir umferð á ný. Fjölmargir flugfarþegar voru því veðurtepptir í Keflavík auk þess sem óljóst var hvort flugrútan kæmist suðureftir í nótt með farþega til brottfarar.