Þjóðskáldin láta að sér kveða á Baggalúti eins og fyrri daginn.

Þjóðskáldin láta að sér kveða á Baggalúti eins og fyrri daginn. Í þetta skipti er það Davíð Stefánsson með Kvæðinu um ísana og ekki laust við að áhrifa gæti úr öðru og þekktara kvæði skáldsins:

Snert fésbók mína, femínistadís

svo fái ég mér aldrei strákaís.

Við stöðu mína kát þú kommentar

um kynjahalla mjókuriðnaðar.

Ef fávitar sem fitla netið við

hin femínísku gildi setja á bið.

Þú karlrembur þá kallar, nógu hátt

þá klæða þeir sig aldrei meir í blátt.

Ég heyri á fésbók villtan veggjaþyt

frá valkyrjum sem eru alveg bit.

Snert fésbók mína, femíníska dís

svo fái ég mér kynjafnaðan ís.

Þórarinn Guðmundsson, sem sendi frá sér ljóðabókina Andvarahvísl í haust, kastar líka frá sér stökum við ýmis tilefni. Stjórnmálavafstur er yfirskrift þessarar vísu:

Eins og bleyða á ystu tröð

í átaksgreiðum flaumi

yfir reið hann öll sín vöð

undan breiðum straumi.

Og um jafntefli á heimsmeistaramóti:

Í knattleik var feiknarlegt hark,

í hausunum þrumur og skark.

Þótt gæfu þeir gríðarleg spörk

þá gerðu þeir samt engin mörk.

Bjarki M. Karlsson orti dýrt á dögunum að gefni tilefni:

Nú er kalt og kólnar allt,

kóf margfalt með hagli.

Vita skaltu að víst er svalt

og vont er salt frá Agli.

Pétur Blöndal pebl@mbl.is