Að sverja eið Í Stjórnarskrá Íslands stendur skýrum stöfum, að þingmenn skulu greiða atkvæði á þingi samkvæmt eigin sannfæringu. Við þingsetningu sverja þingmenn eið að stjórnarskránni og að hafa hana í heiðri.

Að sverja eið

Í Stjórnarskrá Íslands stendur skýrum stöfum, að þingmenn skulu greiða atkvæði á þingi samkvæmt eigin sannfæringu. Við þingsetningu sverja þingmenn eið að stjórnarskránni og að hafa hana í heiðri. Svo þegar þingmenn greiða atkvæði samkvæmt eigin sannfæringu en ekki eftir því hvað formenn þeirra fyrirskipa þá ætlar allt vitlaust að verða. Mörður, Þráinn og aðrir þeir sem hæst baula vita sennilega ekkert hvað það merkir að sverja eið að stjórnarskránni.

Lesandi Mbl.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 velvakandi@mbl.is