Danir tryggðu sér í gær þriðja og síðasta sætið í lokakeppni HM á Spáni 2013, um leið og þeir nældu í fjórða og síðasta sætið í undanúrslitunum á Evrópumótinu í handknattleik í Serbíu.
Serbar, Króatar og Danir eru þar með komnir beint á HM, ásamt heimsmeisturum Frakka og gestgjöfum Spánverja.
Liðin sem enduðu í 5.-14. sæti á EM (að Frökkum undanskildum) verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið á sunnudaginn. Það eru Slóvenía, Pólland, Ísland, Þýskaland, Ungverjaland, Makedónía, Svíþjóð, Noregur og Tékkland.
Í neðri styrkleikaflokki verða Rússland, Slóvakía, Austurríki, Portúgal, Svartfjallaland, Holland, Litháen, Bosnía og Hvíta-Rússland. vs@mbl.is