Byggingafélagið Hyrna á Akureyri heldur úti umsvifamikilli starfsemi og hefur nýlega byggt hús að Kjarnagötu 58 þar í bæ. Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri segir markaðinn vera að taka við sér. „Það er alls konar fólk sem kaupir af okkur, líklega þverskurður af þjóðfélaginu," segir Örn.
Byggingafélagið Hyrna á Akureyri heldur úti umsvifamikilli starfsemi og hefur nýlega byggt hús að Kjarnagötu 58 þar í bæ. Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri segir markaðinn vera að taka við sér. „Það er alls konar fólk sem kaupir af okkur, líklega þverskurður af þjóðfélaginu," segir Örn. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í síðustu viku voru opnuð hérna á Akureyri tilboð í tvö verk sem bæði kosta yfir 100 millj. kr., þetta eru framkvæmdir við Naustaskóla og húsnæði sýslumannsembættisins.

Í síðustu viku voru opnuð hérna á Akureyri tilboð í tvö verk sem bæði kosta yfir 100 millj. kr., þetta eru framkvæmdir við Naustaskóla og húsnæði sýslumannsembættisins. Þá er verið er að byggja hjúkrunarheimili sem telst vera stórt verk á okkar mælikvarða. Á næstu dögum verða opnuð tilboð í nokkuð viðamiklar framkvæmdir í Ólafsfirði, þannig að það er talsvert um að vera á markaðnum á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Heimir Kristinsson, varaformaður Fagfélagsins.

Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda íbúða sem lokið var við að byggja á Akureyri í fyrra. Fasteignasalar segja að markaðurinn hafi verið nokkuð líflegur í vetur, sé miðað við sama tímabil í fyrra. Á síðasta ári skiptu 175 íbúðir í fjölbýli um eigendur og 127 einbýlishús. Árið 2010 var hins vegar þinglýst 114 kaupsamningum vegna íbúða í fjölbýli og einbýlishúsin voru samtals 82.

„Málarar eru flestir búnir með útiverkin og í þeirri stétt hefur eitthvað fjölgað á atvinnuleysisskrá og svipaða sögu er að segja um múrara. Ég geri ráð fyrir að þetta sé tímabundið atvinnuleysi,“ segir Heimir.

Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, segir ásókn í byggingalóðir hafa verið viðunandi að undanförnu.

„Tölur síðasta árs liggja ekki nákvæmlega fyrir, en miðað við ástandið í þjóðfélaginu get ég ekki annað en verið sáttur. Nokkuð hefur verið um að fyrirtæki hafi tekið yfir íbúðir sem ekki tókst að klára í kjölfar bankahrunsins og síðan er talsvert um að fyrirtæki byggi íbúðir og selji á almennum markaði. Hérna fjölgaði um 130 manns á síðasta ári og þetta fólk þarf náttúrlega þak yfir höfuðið.“

Þokast í rétta átt

Byggingafélagið Hyrna hefur um árabil byggt og selt íbúðir. Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri segir að í fyrra hafi fyrirtækið selt 24 íbúðir á Akureyri.

„Þetta eru aðallega íbúðir í rað- og fjölbýlishúsum. Núna erum við með fimm raðhúsaíbúðir í smíðum og í blokkum eru íbúðirnar samtals tólf. Síðan byrjum við á um tuttugu íbúðum til viðbótar þegar sólin hækkar frekar á lofti. Það er alls konar fólk sem kaupir af okkur, líklega ágætur þverskurður af þjóðfélaginu. Þó hefur verið töluvert um að fólk kaupi sér orlofsíbúð. Ég er þokkalega bjartsýnn á árið, batinn á markaðnum er hægur, en þetta þokast þó í rétta átt,“ segir Örn Jóhannsson.

karlesp@simnet.is