Að sögn lögreglu hefur talsvert borið á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum en fyrir vikið setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni.

Að sögn lögreglu hefur talsvert borið á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum en fyrir vikið setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni.

Fram kemur í tilkynningu að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af slíkum ökumönnum, m.a. við bæði leik- og grunnskóla en þar má lítið út af bregða í skammdeginu. Ástandið hefur verið slæmt að undanförnu, enda hefur snjóað hressilega. Lögreglan biður ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðum en með því er öryggi allra betur tryggt. Sá sem trassar það á yfir höfði sér 5 þúsund króna sekt en hún á við um hélaðar rúður á ökutæki. Um það megi lesa í 59. gr. reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.