— Reuters
Kínverjar fagna áramótum sínum í marga daga, en hinn 23. janúar sl. var nýársdagur samkvæmt kínversku tímatali og þá hófst ár drekans.

Kínverjar fagna áramótum sínum í marga daga, en hinn 23. janúar sl. var nýársdagur samkvæmt kínversku tímatali og þá hófst ár drekans. Í gær, á þriðja í nýári var þessi götusópari að störfum við Hof jarðarinnar í Peking, því von var á miklum mannfjölda til þess að fagna nýárinu, á sérstakri hátíð við og í hofinu.

Þriðji dagur ársins hjá Kínverjum, gærdagurinn, nefnist dagur rauða hundsins (Chi kou). Þann dag forðast Kínverjar yfirleitt heimsóknir, þar sem þar í landi telja menn að illir andar ráfi um jörðina.

Fimmti dagur ársins, er sagður vera fæðingardagur auðsins og þann dag hefja fyrirtæki og stofnanir í Kína yfirleitt starfsemi á ný.