María Schjetne fæddist í Reykjavík 5. desember 1951. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 7. janúar.

Útför Maríu fór fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. janúar 2012.

Það var okkur öllum þungt reiðarslag að María tengdadóttir mín skyldi svo óvænt falla frá, einmitt þegar hún hafði sigrast á baráttunni við krabbamein og var á góðum batavegi. Lífsgleði hennar og bjartsýni virtust ætla að ná yfirhöndinni. Hún var yndisleg manneskja og góð tengdadóttir. Til hennar var alltaf gott að koma.

Þau hjónin áttu fallegt heimili og fjölskyldan var mjög samhent. Það var mér líka sérstakt gleðiefni að börnin þeirra skyldu bera nöfn okkar tengdaforeldranna. Ég er óendanlega þakklát fyrir það góða samband sem alla tíð var á milli okkar og kveð Maríu tengdadóttir mína með miklum söknuði.

Gerður Sigurðardóttir.