Menntamálaráðherra Noregs, Kristin Halvorsen, hyggst breyta kennslu í móðurmálinu en eins og kunnugt er tala Norðmenn margar mállýskur. Verður m.a. hætt að skikka nemendur til að taka próf í nýnorsku.

Menntamálaráðherra Noregs, Kristin Halvorsen, hyggst breyta kennslu í móðurmálinu en eins og kunnugt er tala Norðmenn margar mállýskur. Verður m.a. hætt að skikka nemendur til að taka próf í nýnorsku.

Halvorsen segir að alls ekki standi til að hætta að kenna nýnorskuna en Aftenposten vitnar í 16 ára nemendur sem fagna breytingunni. Einn þeirra segir nýnorskuna vera „algera plágu“.

Nýnorska var búin til á 19. öld fyrir tilstuðlan þjóðernissinnaðra Norðmanna. Hún líkist íslensku meira en hefðbundið bókmál sem er danska en með öðrum rithætti.