Einkamál Verslunareigandinn William Mulhall sér um ástamál þorpsbúa.
Einkamál Verslunareigandinn William Mulhall sér um ástamál þorpsbúa. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ekki er annað hægt að segja en að írski verslunareigandinn William Mulhall hafi ágætis húmor. En hann rekur það sem á ensku kallast „curiosity shop“ eða verslun þar sem finna má ýmsa forvitnilega hluti.

Ekki er annað hægt að segja en að írski verslunareigandinn William Mulhall hafi ágætis húmor. En hann rekur það sem á ensku kallast „curiosity shop“ eða verslun þar sem finna má ýmsa forvitnilega hluti. Eins konar krambúð þar sem öllu ægir saman í einum graut.

Verslunin hans William er í litla sjávarplássinu Ardglass á Norður-Írlandi. Við síðustu talningu árið 2001 bjuggu þar aðeins rétt tæplega 1700. Þrátt fyrir smæð bæjarins er alltaf opið hjá William. Allan sólarhringinn allan ársins hring. En verslun hans er sérstaklega ætluð sjómönnum og þeir eru jú á ferð á ýmsum tímum.

Víða um verslunina hefur William komið fyrir kostulegum skilaboðum til viðskiptavina sinna sem meðal annars minna þá á að borga fyrir matinn sem þeir kaupa. William er líka listamaður og notar verslunina sem stúdíó auk þess að hafa skreytt hana fagurlega að utan. Sannarlega óvenjuleg og skemmtileg verslun sem lífgar upp á tilveruna.