Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagsson
Í dag, fimmtudag klukkan 16.00, verður opnuð sýning Hugleiks Dagssonar og Arnar Tönsberg í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2. Sýninguna kalla þeir Huxi!

Í dag, fimmtudag klukkan 16.00, verður opnuð sýning Hugleiks Dagssonar og Arnar Tönsberg í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2. Sýninguna kalla þeir Huxi!

Markmið þessarar samsýningar er að vekja unglinga til umhugsunar um myndlist og vinnuna á bakvið verkin. Listamennirnir sýna annars vegar teiknimyndasöguverk og hins vegar „grafítí“-verk.

HUXI! er önnur sýningin af þremur sem Listasalur Mosfellsbæjar skipuleggur á þessu sýningarári þar sem hafður er í huga ákveðinn aldurshópur. Sýningarstjóri er Hildur Rut Halblaub.