Fögnuður Craig Bellamy fagnar marki sínu ásamt Jordan Henderson á Anfield í gærkvöld.
Fögnuður Craig Bellamy fagnar marki sínu ásamt Jordan Henderson á Anfield í gærkvöld. — Reuters
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, fær að glíma við Steven Gerrard og félaga hans í Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley hinn 26. febrúar.

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, fær að glíma við Steven Gerrard og félaga hans í Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley hinn 26. febrúar. Liverpool tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn með því að gera 2:2-jafntefli við Manchester City á heimavelli í frábærum leik og Liverpool vann rimmuna samanlagt, 3:2.

Þar með er City úr leik í þremur mótum en liðið féll úr leik í Meistaradeildinni, tapaði fyrir Manchester United í bikarnum og féll nú fyrir Liverpool í deildabikarnum. Lærisveinar Robertos Mancinis geta þó enn hampað tveimur titlum en liðið er efst í ensku úrvalsdeildinni og er í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Það var gamli City-maðurinn Craig Bellamy sem gerði út um einvígið en hann jafnaði metin með góðu skoti eftir góða samvinnu við Glen Johnson. Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool úr vítaspyrnu en Nigel de Jong og Edin Dzeko gerðu mörk Manchester-liðsins. Liverpool hefur sjö sinnum fagnað sigri í deildabikarkeppninni og síðast árið 2003 þegar liðið vann Manchester United. Cardiff hefur hins vegar aldrei hampað þessum titli. gummih@mbl.is