Glaðbeittur Brian Johnson, fjallhress, fyrir framan Gulu þrumuna.
Glaðbeittur Brian Johnson, fjallhress, fyrir framan Gulu þrumuna.
Rokkarar syngja gjarnan um hraðskreiða bíla en Brian Johnson, söngvari einnar algerustu rokksveitar heims, AC/DC, lætur ekki sitja við orðin tóm.
Rokkarar syngja gjarnan um hraðskreiða bíla en Brian Johnson, söngvari einnar algerustu rokksveitar heims, AC/DC, lætur ekki sitja við orðin tóm. Johnson er mikill ökuþór þegar hann er ekki á bakvið hljóðnemann og um þessa helgi mun hann taka þátt í kappakstrinum Drive in Rolex 24 sem fram fer á Daytona. Er þátttaka Johnson liður í söfnunarátakinu Highway to Help þar sem hann hyggst leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameini í börnum. Aðdáendur geta textað inn skilaboð á meðan á kappakstrinum stendur og rennur framlag þeirra í þartilgerðan sjóð. Johnson, sem gekk til liðs við AC/DC eftir að fyrrverandi söngvari sveitarinnar, Bon Scott, sneri tám upp í loft hóf upp raust sína í fyrsta sinn á metsöluplötunni Back in Black. Hann hefur þó alla tíð verið bílaóður og rekur meira að segja heimasíðu þess efnis (brianjohnsonracing.com). Þar kemur fram að auk þess að keppa í kappakstri safni hann bílum af miklum móð. Johnson hefur meira að segja gefið út sjálfsævisögu sem miðar frekar að bílum en rokki. Rockers and Rollers: An Automotive Autobiography kallast hún og hægt er að fá hana keypta sem hljóðbók beint í gegnum síðuna (þar sem koma við sögu meðal annara félagar hans úr AC/DC, þeir Cliff Williams, Malcolm og Angus Young – og Arnold Schwarzenegger!?). Málmvísindadeild Morgunblaðsins óskar Johnson velfarnaðar um helgina.