Hvað skyldi valda því að stjórnvöld þessa lands virðast alls ekki líta nauðsyn nýfjárfestingar á Íslandi sömu augum og þeir sem taldir voru upp hér að ofan? Þvert á móti er ekki annað að sjá en stjórnvöld geri allt hvað þau geta til þess að koma í veg fyrir fjárfestingar og þeir sem tala fyrir auknum fjárfestingum tala fyrir daufum eyrum þegar stjórnvöld eiga í hlut.
Síðast í gær var frétt á viðskiptasíðu Morgunblaðsins þar sem var greint frá endurskoðaðri hagspá IFS Greiningar fyrir árin 2012 og 2013.
Þar kom fram að miðað við langtíma jafnvægi þarf hlutur fjárfestinga í vergri landsframleiðslu að vera um 20% að lágmarki en hlutfallið hér á landi um þessar mundir er 13%.
Steingrímur og Jóhanna. Er ekki kominn tími til að tengja?