Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari og einn af virtustu reiðmönnum og reiðkennurum landsins, lést af völdum krabbameins í gær, 67 ára að aldri. Reynir fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1944.

Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari og einn af virtustu reiðmönnum og reiðkennurum landsins, lést af völdum krabbameins í gær, 67 ára að aldri.

Reynir fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1944. Hann nam búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri, auk þess sem hann lærði tamningar. Reynir starfaði síðar sem yfirreiðkennari við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Reynir var frumkvöðull í því að innleiða nútímareiðmennsku á Íslandi. Hann var líklega fyrstur manna til gera tamningar og þjálfun hrossa að lifibrauði sínu og fjölskyldunnar allt árið.

Reynir var mikill keppnismaður og lagði lengi stund á keppni á hrossum. Hann var margfaldur Íslandsmeistari í hestaíþróttum. Reynir tók einnig margsinnis þátt í Evrópu- og heimsmeistaramótum og vann þar marga eftirminnilega titla. Hann var ennfremur virtur tamningameistari og heiðursfélagi í Félagi tamningamanna.

Reynir lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu Hlíðar, og sex uppkomin börn.