Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur heldur í dag meistarafyrirlestur við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn byggist á meistaraprófsritgerð Hálfdáns um afkomu lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs. Í henni er m.a.
Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur heldur í dag meistarafyrirlestur við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn byggist á meistaraprófsritgerð Hálfdáns um afkomu lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs. Í henni er m.a. fjallað um mælingar á varpárangri lunda sumurin 2008 og 2009, gerð samantekt á endurheimtum lunda byggð á merkingum og mat á lífs- og endurheimtulíkum fullorðinna varpfugla í Stórhöfða. Fyrirlesturinn verður haldinn í Öskju, stofu 132, og hefst klukkan 15.40.