Portúgal gæti farið sömu leið og Grikkland.
Portúgal gæti farið sömu leið og Grikkland.
Áhættuálagið á portúgölsk ríkisskuldabréf til þriggja ára hefur aldrei verið hærra og mældist í gær 19,43%. Fjárfestar telja umtalsverðar líkur á því að portúgalska ríkið muni fara í greiðsluþrot á næstu þremur árum.

Áhættuálagið á portúgölsk ríkisskuldabréf til þriggja ára hefur aldrei verið hærra og mældist í gær 19,43%. Fjárfestar telja umtalsverðar líkur á því að portúgalska ríkið muni fara í greiðsluþrot á næstu þremur árum.

Financial Times hefur eftir einum bankamanni að fjárfestar séu fullvissir um að Grikkland fari í gjaldþrot. „En núna er Portúgal sömuleiðis talið líklegt til að fara sömu leið. Portúgal hefur ekki nægjanlegan tíma fyrir hendi eigi að takast að auka hagvöxt og draga úr fjármögnunarkostnaði ríkisins svo skuldastaðan verði sjálfbær.“

Portúgal þarf að greiða 10 milljarða evra af skuldabréfi sem er á gjalddaga í júní næstkomandi.