Listamaðurinn (The Artist)
Leikstjórn: Michel Hazanavicius
Aðalhlutverk: Jean Dujardin, Bérénice Bejo, John Goodman.
Myndin segir sögu George Valentin sem var stjarna þöglu kvikmyndanna í Hollywood 1927 þegar talmyndirnar eru að koma til sögunnar. Þá hrapar stjarna hans mjög hratt en á sama tíma rís stjarna Peppy Miller hátt í talmyndum en hún hafði fram að þessu einungis verið aukaleikari í þöglum myndum. Þessi mynd fjallar um líf þeirra beggja og hvernig þau skarast.
Stríðsyfirlýsing
(La guerre est déclarée)
Aðalhlutverk: Valérie Donzelli, Jérémie Elkaïm.
Myndin er byggð á sönnum atburðum úr lífi leikstjórans sjálfs. Þetta er saga ungrar ástar, Rómeó og Júlíu, sem eru dregin harkalega út úr sínu hamingjuríka og áhyggjulausa lífi og neyðast til að horfast í augu við það óvænta í lífinu. Veikindi sonar þeirra neyða þau inn í heim hinna fullorðnu. En þrátt fyrir þessar raunir gera erfiðleikarnir þeim kleift að blómstra, þau finna styrk og hugrekki hjá sjálfum sér, sem þau vissu ekki að þau ættu til.
Barnsfaðirinn
(Le Père de mes enfants)
Aðalhlutverk: Chiara Caselli, Louis-Do de Lencquesaing, Alice de Lencquesaing
Segir sögu manns, sem hefur átt mjög náðugt líf, en það snöggbreytist við fyrstu mistök ha ns í starfi.
Myndin hlaut sérs tö k verðlaun, „Un certain regard“ (Ákveðin sýn) á Kvikmyndahátínni í Cannes 2009.
Þrauki einn fylgja hinir (Qu'un seul tienne et les autres suivront)
Aðalhlutverk: Farida Rahouadj, Reda Kateb, Pauline Etienne.
Þessi fyrsta mynd leikstjórans Léa Fehner í fullri lengd fékk frábæra dóma í Frakklandi og annars staðar. Hér eru sagðar þrjár sögur úr heimsóknartíma fangelsis: ung kona er ástfangin af fanga; móðir sem krefst þess að fá að hitta morðingja sonar síns; maður er tilbúinn að sitja inni fyrir annan í skiptum fyrir peninga.
Saman er einum of
(Ensemble c'est trop)
Leikstjórn: Léa Fazer.
Aðalhlutverk: Nathalie Baye, Pierre Arditi, Aïssa Maïga.
Clémentine og Sébastien eru ungir foreldrar sem sjá ekki fram úr verkefnum sínum. Þeim gengur illa að finna jafnvægi á milli foreldrahlutverksins og starfsframans. Dag einn flytur móðir Sébastiens, Marie-France, inn til þeirra. Hún hefur komist að því að maðurinn hennar heldur fram hjá henni og að hjákonan er barnshafandi.
Öld myrkursins (L'Âge des ténèbres)
Leikstjórn: Denys Arcand.
Aðalhlutverk: Marc Labreche, Diane Kruger, Sylvie Léonard.
Jean-Marc dreymir dagdrauma þar sér hann sjálfan sig sem riddara, leikhús- og kvikmyndastjörnu eða sem metsöluhöfund, konur falla unnvörpum fyrir honum og sofa hjá honum... Í raunveruleikanum er hann hins vegar ósköp venjulegt möppudýr, eiginmaður sem enginn tekur eftir, glataður pabbi sem reykir í laumi. En Jean-Marc spyrnir fótum við dagdraumunum og ákveður að gefa sjálfum sér nýjan séns í raunveruleikanum.
Sá sem kallar (Un homme qui crie)
Aðalhlutverk: Youssouf Djaoro, Diouc Koma, Emile Abossolo M'Bo.
„Sá sem kallar“ er fyrsta kvikmyndin frá Afríku sem fær verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Cannes: „Prix du jury“ 2010. Adam er á sjötugsaldri og gamall sundmeistari, hann er sundkennari á lúxushóteli í N'Djamena. Hann neyðist til að gefa stöðuna eftir til sonar síns, Abdel þegar kínverskir fjárfestar kaupa hótelið. Hann upplifir þessar aðstæður mjög illa, og finnst hann vera settur út í horn í þjóðfélaginu.
Sérsveitin (Forces spéciales)
Leikstjórn: Stéphane Rybojad.
Aðalhlutverk: Diane Kruger, Benoît Magimel o.fl.
Stríðsmynd sem gerist í miðjum átökum í Afghanistan. Talibanar taka fréttamannin Elsu Casanova í gíslingu. Þegar líður að því að taka hana af lífi er sérsveitin send af stað til að frelsa hana.
Athvarfið (Le refuge)
Aðalhlutverk: Isabelle Carré, Louis-Ronan Choisy, Pierre Louis-Calixte.
Mousse og Louis eru ung, falleg, rík og ástfangin. En eiturlyfin hafa heltekið þau. Einn daginn taka þau of stóran skammt og Louis deyr. Mousse lifir af og kemst að því að hún er ófrísk. Hún er orðin alein, og finnur sér athvarf fjarri París.
Hadewijch (Hadewijch)
Aðalhlutverk: Julie Sokolowski, Karl Sarafidis, Yassine Salim.
Ungt nunnuefni, Hadewijch, er haldin slíkum trúarhita að abbadísin neyðist til að reka hana úr klaustrinu. Hadewijch verður aftur Céline, ung Parísardama og dóttir stjórnmálamanns. Mynd eftir einn hæfileikaríkasta leikstjóra Frakklands í dag.