Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, fór í morgun til New York þar sem hann mun að óbreyttu skrifa undir samning við New York Red Bulls í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, fór í morgun til New York þar sem hann mun að óbreyttu skrifa undir samning við New York Red Bulls í dag. Þar verður hann samherji Thierrys Henrys og Rafaels Márquez og verður fyrsti Íslendingurinn sem leikur í bandarísku MLS-deildinni. Victor er tvítugur og lék með Hibernian í Skotlandi allt árið 2011 en hætti þar fyrr í þessum mánuði. vs@mbl.is