Djásn Elizabeth Taylor hefði varla tímt að selja þessa gjöf frá eiginmanni fimm.
Djásn Elizabeth Taylor hefði varla tímt að selja þessa gjöf frá eiginmanni fimm. — Reuters
Það virðist vera sem allt sé til á netinu. Meira að segja staður þar sem þú getur skilað gjöfum frá þínum eða þinni fyrrverandi. Vefsíðan neverlikedanyway.

Það virðist vera sem allt sé til á netinu. Meira að segja staður þar sem þú getur skilað gjöfum frá þínum eða þinni fyrrverandi. Vefsíðan neverlikedanyway.com er eins konar skilamarkaður þar sem fólk selur alls konar dót sem það hefur fengið að gjöf frá sínum/sinni fyrrverandi.

Til að gera þetta nú allt dálítið verra og vandræðalegra getur seljandi síðan látið fylgja með útskýringu á því hvers vegna hann eða hún vill selja hlutinn. Á síðunni má meðal annars finna brúðarkjól sem kona nokkur keypti en fékk aldrei tækifæri til að nota þar sem upp komst um svik kærastans. Þarna má líka finna trúlofunarhringa og ýmiss konar skartgripi. Einnig tösku sem kona fékk frá fyrrverandi eftir sambandsslit. Þetta er ekkert grín. Skoðaðu síðuna sjálf/sjálfur og sjáðu svart á hvítu að svo er ekki.