Kári Kristján Kristjánsson
Kári Kristján Kristjánsson
„Hvort ég verð áfram hjá Wetzlar veit ég ekki á þessari stundu.

„Hvort ég verð áfram hjá Wetzlar veit ég ekki á þessari stundu. Það er eitthvað að gerast í mínum málum um þessar mundir og vonandi verður niðurstaðan skemmtileg,“ sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið í gær spurður hvort samningamál hans við þýska fyrstudeildarliðið Wetzlar væru í höfn. Kári er með lausan samning við liðið í vor.

„Ég reikna með að nánasta framtíð mín skýrist í næstu viku, í síðasta lagi á næstu vikum,“ sagði Kári og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið en að önnur þýsk lið hefðu sýnt honum áhuga. Hann myndi ekki flytja á milli landa, yrði hann ekki áfram hjá Wetzlar, heldur á milli borga eða bæja í Þýskalandi. iben@mbl.is