Hættulegasti andstæðingurinn.
Norður | |
♠5432 | |
♥D109 | |
♦76 | |
♣K1096 |
Vestur | Austur |
♠D6 | ♠Á |
♥8543 | ♥G62 |
♦ÁG2 | ♦KD10954 |
♣5432 | ♣G87 |
Suður | |
♠KG10987 | |
♥ÁK7 | |
♦83 | |
♣ÁD |
„Sagnhafi hefur blindan sér til halds og trausts – hinn dauða, eins og Frakkar segja svo viturlega – en varnarspilarinn situr uppi með lifandi makker, sem telur sér skylt að hugsa sjálfstætt. Nei, það er deginum ljósara að vörnin á undir högg að sækja.“
Samkvæmt hugmyndafræði Galtarins eru óvinirnir við spilaborðið þrír og sá hættulegasti situr beint á móti. Gölturinn var í vestur og kom út með ♦Á í sögðum lit austurs. Suður hafði sýnt góð spil og sexlit í spaða.
Gölturinn sá fyrir sér vörnina á augabragði: tígull á kóng og meiri tígull í tvöfalda eyðu, síðan tígull fjórða sinn þegar austur kemst inn á trompásinn. En til að tryggja samvinnu makkers spilaði Gölturinn ♦2 í öðrum slag eins og hann ætti ♦Á annan .