Viðbúnaður var á Vestfjörðum í nótt vegna snjóflóðahættu. Óvissuástandi var lýst um norðanverða Vestfirði og var hættuástandi lýst í iðnaðarhverfi á Ísafirði, í tveimur íbúðarhúsum skammt frá og á bæ í Hnífsdal.
Viðbúnaður var á Vestfjörðum í nótt vegna snjóflóðahættu. Óvissuástandi var lýst um norðanverða Vestfirði og var hættuástandi lýst í iðnaðarhverfi á Ísafirði, í tveimur íbúðarhúsum skammt frá og á bæ í Hnífsdal.
Rafmagn fór af í Bolungarvík og á Kópaskeri, Þórshöfn, í Kelduhverfi og Öxarfirði. Vegum var víða lokað vegna ófærðar og hættu á snjóflóðum. Kristján Rafn Guðmundsson skíðamaður nýtti sér snjóinn á Ísafirði. 2