Veðrið í Park City, Utah, er ekki ósvipað veðrinu hér heima þessa dagana.
Veðrið í Park City, Utah, er ekki ósvipað veðrinu hér heima þessa dagana. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndahátíðin Sundance stendur nú sem hæst, en hún er ein stærsta hátíðin í heiminum sem setur óháða kvikmyndagerð í öndvegi.

Kvikmyndahátíðin Sundance stendur nú sem hæst, en hún er ein stærsta hátíðin í heiminum sem setur óháða kvikmyndagerð í öndvegi. Fyrir bragðið hafa margir þekktir kvikmyndagerðarmenn fyrst náð að vekja á sér athygli á hátíðinni, þar á meðal Quentin Tarantino, Kevin Smith, Steven Soderbergh og Darren Aronofsky.

Hátíðin var sett á laggirnar árið 1978 af leikaranum Robert Redford til að draga fleiri kvikmyndagerðarmenn sem og kvikmyndaáhugamenn til Utah-ríkis. Nafnið dregur hún af „The Sundance Kid“ sem Redford lék í vestranum margfræga, Butch Cassidy and the Sundance Kid frá árinu 1969. Redford er til þessa dags stjórnarformaður Sundance-hátíðarinnar.

Hátíðin fer fram árlega í Park City í Utah, sem fyrr segir, og þar sem svalt er og jafnvel snjóþungt á þessum árstíma dugir ekki annað en klæða sig vel fyrir myndatökur á rauða dreglinum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.