Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2010 voru 559 milljarðar króna, heildarskuldir 500 milljarðar og eigið fé 59 milljarðar.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2010 voru 559 milljarðar króna, heildarskuldir 500 milljarðar og eigið fé 59 milljarðar.

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins dróst lítillega saman milli áranna 2009 og 2010.

Í fiskveiðum og -vinnslu lækkaði þetta hlutfall úr 31% í 28,9%, hækkaði í fiskveiðum úr 26,3% árið 2009 í 26,6% af tekjum árið 2010 og lækkaði í fiskvinnslu úr 20,8% í 16,1%, samkvæmt því sem fram kom á heimasíðu Hagstofunnar í gær.